Myndir frá Þorrablótinu 2014

2014 Þorrablót Photobooth - SIGRUN photography

Það er ekki seinna vænna núna í veðurblíðunni að deila með ykkur myndum frá Þorrablótinu. Þarna eru ansi margar skondnar myndir og sérstaklega photobooth-hlutinn skemmtileg viðbót við venjulegar partýmyndir. Þorrablótið 2014 tókst einstaklega vel og mæting var þrusugóð. Við hlökkum mikið til að endurtaka leikinn að ári Photobooth myndir Partýmyndir    

Myndir frá Þorrablótinu í Basel

ÍSVISS þakkar öllum sem komu fyrir frábært blót. Hér eru myndirnar frá kvöldinu. Engin ábyrgð tekin 😉 kv. Sigrún ps. Hér eru svo líka myndir frá 20 ára afmæli Íslendingafélagsins í september 2009. — ISVISS bedankt sich herzlich bei allen Teilnehmern am Thorrablot 2010. Hier sind die Photos von dem Abend. Keine Garantie gewährt 😉 […]

ÍSVISS 20 ára

ISVISS 20 Jahre Alt Wettingen

Síðastliðinn laugardag hélt ÍSVISS upp á 20 ára afmæli félagsins í Klaustrinu í Wettingen. Hátíðin hófst með aperó í Ljónastíunni (engin ljón þar…) og klukkustund síðar færðum við okkur yfir í klausturskirkjuna til að hlýða á kammerkórinn Hymnodia sem kom alla leið frá Akureyri til að halda upp á afmælið með okkur. Eftir frábæra tónleika […]